Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir

Í nýafstöðnum kosningum varð ég frekar óvænt þingmaður á Alþingi og er nú hluti af hópi þingmanna Flokks fólksins. Eftir að hafa haldið úti málstaðnum og barist fyrir réttlæti og bættum hag þeirra sem verst hafa það í borginni í 7 ár bíður nú að hella sér út í landsmálin hvað þessi málefni varðar. Þingmenn Flokks fólksins eru með mikla reynslu, ekki hvað síst lífsins reynslu sem spannar breitt svið. Þetta gerir okkur sterk, opin og sveigjanleg. Við eigum það sameiginlegt að eiga auðvelt með að hlusta, meðtaka, framkvæma og fylgja eftir – kraftar sem verða nýttir til hins ýtrasta á komandi kjörtímabili.

Allt gerðist þetta hratt þar sem ríkisstjórnin féll, kosningabaráttan hófst og við í Flokki fólksins vorum klár í bátana. Flokkur fólksins er einstakur flokkur fyrir ótal sakir en fyrst og síðast þrautseigju og trúna á að hægt sé að gera allt ef viljinn er fyrir hendi. Þrátt fyrir áralangan mótbyr

...

Höfundur: Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir