Bókagjöf Glatt á hjalla í Gunnarshúsi. Forsetinn ásamt stjórn SÍUNG.
Bókagjöf Glatt á hjalla í Gunnarshúsi. Forsetinn ásamt stjórn SÍUNG.

Stjórn Samtaka íslenskra barna- og unglingabókahöfunda (SÍUNG), tók í fyrradag á móti Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í Gunnarshúsi við Dyngjuveg. Þar var henni færður að gjöf kassi fullur af nýjum barna- og unglingabókum sem út hafa komið á árinu.

„Þetta gerðum við til að vekja athygli á stöðu barnabókarinnar og vonumst til að fá liðsmann í baráttuna,“ segir Gunnar Helgason, sem situr í stjórn SÍUNG, og tekur fram að von samtakanna sé að Halla gerist riddari barnabóka.

Gunnar bendir á að á sama tíma og fréttir berist af því að bóklestur fari minnkandi, sem haldist að stórum hluta í hendur við aukna símanotkun, sé enn brýnna en áður að huga að stöðu barna- og unglingabóka. Segir hann bókina mikilvægt verkfæri í höndum þeirra sem huga að betri sálarheilsu barna og unglinga. Segir hann samtalið við Höllu hafa verið gott og að hún hafi

...