Hjónin Sigríður Gyða Sigurðardóttir og Sigurgeir Sigurðsson hefðu bæði orðið níræð í þessari viku hefðu þau lifað og ætla Seltirningar að minnast þeirra næsta sunnudag. Á sunnudögum klukkan 10 er Seltjarnarneskirkja gjarnan með dagskrá sem er kölluð fræðslumorgunn
Nesið Hjónanna Sigríðar Gyðu og Sigurgeirs verður minnst á sunnudag.
Nesið Hjónanna Sigríðar Gyðu og Sigurgeirs verður minnst á sunnudag. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Hjónin Sigríður Gyða Sigurðardóttir og Sigurgeir Sigurðsson hefðu bæði orðið níræð í þessari viku hefðu þau lifað og ætla Seltirningar að minnast þeirra næsta sunnudag.

Á sunnudögum klukkan 10 er Seltjarnarneskirkja gjarnan með dagskrá sem er kölluð fræðslumorgunn. Verður hjónanna minnst þar en einnig í messunni á sunnudeginum.

Sigríður Gyða var myndlistarmaður og verður opnuð sýning á verkum hennar í safnaðarheimilinu í lok messu á sunnudaginn.

Sigurgeir var sveitarstjóri og bæjarstjóri í fjóra áratugi á Seltjarnarnesi. Sigurgeir var með lengstan starfsferil sem sveitar- og bæjarstjóri en hann sat í bæjarstjórn á Seltjarnarnesi í samtals 40 ár og lét af embætti árið

...