Faxaflóahafnir áforma miklar framkvæmdir á Grundartanga í Hvalfirði á næsta ári. Endurbætur verða gerðar á baksvæði Tangabakka og útbúin ný flæðigryfja fyrir kerbrot. Tangabakki er aðalhafnarbakkinn á Grundartanga og sá lengsti, 620 metrar
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Faxaflóahafnir áforma miklar framkvæmdir á Grundartanga í Hvalfirði á næsta ári. Endurbætur verða gerðar á baksvæði Tangabakka og útbúin ný flæðigryfja fyrir kerbrot.
Tangabakki er aðalhafnarbakkinn á Grundartanga og sá lengsti, 620 metrar.
Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs Faxaflóahafna, segir að svæðið sem nú stendur til að lagfæra sé hluti af upphaflegu baksvæði bakkans. Það hafi aldrei verið frágengið að fullu þótt það hafi verið nýtt bæði sem farmsvæði og geymslusvæði.
Hingað til hafi svæðið verið ófrágengið með malaryfirborði. Á síðasta ári hafi svæðið verið hækkað með burðarefni.