Eggert Ósmann Jóhannesson Levy fæddist á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu 26. apríl 1947. Hann lést 29. nóvember 2024 á Heilbrigðisstofnuninni á Hvammstanga.

Eggert ólst upp í Hrísakoti á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes Helgi Eggertsson Levy, bóndi í Hrísakoti og oddviti, f. 29. maí 1910, d. 26. maí 1981, og Marsibil Sigurrós Jenný Jóhannesdóttir Levy, bóndi í Hrísakoti og húsmóðir, f. 9. ágúst 1910, d. 26. ágúst 1996. Systkini Eggerts voru Svanhildur Erla Jóhannesdóttir Levy, f. 4. september 1937, d. 31. desember 2019 og Agnar Rafn Jóhannesson Levy, f. 30. janúar 1940, d. 16. febrúar 2024.

Fyrri eiginkona Eggerts var Ingunn Ásdís Sigurðardóttir, sérkennari á Húnavöllum og á Sauðárkróki, f. 8. mars 1949 á Geitaskarði í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu. Synir þeirra eru: 1) Sigurður Örn, f. 29. mars 1972,

...