Harpa Barokkveisla á aðventu ★★★★½ Tónlist: Georg Friedrich Händel (Koma drottningarinnar af Saba – HWV 67, Concerto Grosso í D-dúr op. 6, nr. 5 – HWV 323, Vatnasvíta nr. 2 í D-dúr – HWV 349) og Johann Sebastian Bach (Fiðlukonsert í a-moll – BWV 1041, Brandenborgarkonsert nr. 5 í D-dúr – BWV 1050). Einleikarar: Una Sveinbjarnardóttir (fiðla í BWV 1014), Ásthildur Haraldsdóttir, Ísak Ríkharðsson og Jory Vinikour (flauta, fiðla og semball í BWV 1050). Kammersveit Reykjavíkur. Konsertmeistari: Una Sveinbjarnardóttir. Tónleikar í Norðurljósum Hörpu sunnudaginn 8. desember 2024.
Hátíð „Leikur Kammersveitar Reykjavíkur, sem Jory Vinikour leiddi yfirleitt frá sembalnum, var ljómandi góður á þessum hátíðartónleikum. Almennt var hann snarpur og dýnamískur og ekki hvað síst samhentur.“
Hátíð „Leikur Kammersveitar Reykjavíkur, sem Jory Vinikour leiddi yfirleitt frá sembalnum, var ljómandi góður á þessum hátíðartónleikum. Almennt var hann snarpur og dýnamískur og ekki hvað síst samhentur.“

Tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur eru alltaf tilhlökkunarefni. Hópurinn fagnaði fimmtugsafmæli sínu í september síðastliðnum en nú var komið að barokkveislu á aðventunni. Efnisskráin var haganlega samsett en boðið var upp á alls fimm verk eftir jafnaldrana Georg Friedrich Händel (1685-1759) og Johann Sebastian Bach (1685-1750). Það er ekki nóg með að þeir hafi verið jafn gamlir, heldur fæddust þeir svo að segja í næsta nágrenni hvor við annan, jafnvel þó svo að á endanum hafi Bach sjaldan hleypt heimdraganum en Händel starfað lengst af hinum megin við Ermarsundið, það er að segja í Bretlandi.

Flutningurinn á Komu drottningarinnar af Saba (sem raunar er forleikurinn að þriðja þætti óratoríunnar Salomons frá 1748)

...