Stjarnan og Tindastóll slitu sig nokkuð frá öðrum liðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld með sigrum á næstu liðum fyrir neðan sig en í fallbaráttunni hélt mögnuð endurkoma ÍR-inga áfram
Körfuboltinn
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stjarnan og Tindastóll slitu sig nokkuð frá öðrum liðum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld með sigrum á næstu liðum fyrir neðan sig en í fallbaráttunni hélt mögnuð endurkoma ÍR-inga áfram.
Stjörnumenn unnu sinn níunda sigur í fyrstu tíu leikjunum þegar þeir unnu Keflvíkinga 97:93 í Garðabæ. Byrjun Keflvíkinga veldur nokkrum vonbrigðum en þetta var þeirra fimmti ósigur á tímabilinu.
Stjarnan var yfir mestallan tímann en Keflavík hleypti spennu í leikinn undir lokin með því að minnka muninn í 90:87. Jase Febres svaraði strax fyrir Garðbæinga með þriggja stiga körfu og þar með var sigurinn nokkurn veginn í höfn.