Dóra Ósk Halldórsdóttir
Í miklu framboði af sjónvarpsþáttum, kvikmyndum og útvarpsefni á stöðvum eða streymisveitum er ekki hægt að ganga að því vísu að vinir og vandamenn hafi horft eða hlustað á sama efni og þú. Það er því ekkert hægt að ræða um sameiginlega upplifun og löngu horfnir þeir tímar þegar meirihluti þjóðarinnar stóð á öndinni af spenningi yfir því hver hefði skotið JR í Dallas! Það var sama hvert komið var. Í heitu pottum sundlauganna ræddu menn um fréttir vikunnar og stundum um spennandi sjónvarpsefni og þar kom enginn að tómum kofanum. Allir höfðu þessa beintengingu í sömu upplýsingarnar.
Það er auðvelt að hugsa að kannski hafi þetta nú verið betra í gamla daga, þegar allir höfðu sameiginlegt minni og voru ekki fastir inni í einhverjum bergmálshelli. Það er vissulega ákveðinn stöðugleiki fólginn
...