Alls var 8,3 milljónum króna úthlutað í 21 styrk til þýðinga bóka á íslensku í seinni úthlutun ársins, en samtals bárust 35 umsóknir, segir í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Þar kemur fram að Miðstöðin veiti „styrki til þýðinga á…
Höfundar Þýdd verða verk eftir meðal annars Sally Rooney, Anne Carson, Shirley Jackson, Claire Keegan og Abdulrazak Gurnah.
Höfundar Þýdd verða verk eftir meðal annars Sally Rooney, Anne Carson, Shirley Jackson, Claire Keegan og Abdulrazak Gurnah.

Alls var 8,3 milljónum króna úthlutað í 21 styrk til þýðinga bóka á íslensku í seinni úthlutun ársins, en samtals bárust 35 umsóknir, segir í tilkynningu frá Miðstöð íslenskra bókmennta. Þar kemur fram að Miðstöðin veiti „styrki til þýðinga á íslensku tvisvar á ári og eru styrkirnir veittir til að þýða mikilvæg verk úr samtímanum, erlendar fagurbókmenntir og fræðirit. Einnig eru veittir styrkir til þýðinga á myndríkum barnabókum. Á árinu 2024 bárust samtals 72 umsóknir um styrki til þýðinga á íslensku. Veittir voru 48 styrkir að upphæð 17,1 milljón króna í tveimur úthlutunum; 8,8 milljónir króna til 27 þýðingaverkefna í fyrri úthlutun ársins og 8,3 milljónir króna til 21 verks í þeirri síðari.

Fjölbreytt verk voru styrkt að þessu sinni og má þar nefna verk eftir höfunda á borð við Sally Rooney, Anne Carson, Shirley Jackson, Claire Keegan og Abdulrazak Gurnah. Þýtt er úr ensku, spænsku, ítölsku, portúgölsku, þýsku og japönsku og meðal þýðenda eru Helga

...