Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Hugmyndin að bókinni breyttist mikið á meðan ég skrifaði hana. Í byrjun gekk ég fyrst og fremst út frá einmanaleikanum og þegar ég var búin að skrifa fyrstu kaflana sá ég að bókin yrði ákaflega melankólísk og ekki á skammdegið bætandi fyrir lesendur. Þá kviknaði sú hugmynd að taka algjöra u-beygju og gera rómantíska gamansögu sem gerist í aðdraganda jóla. Einmanaleikinn er jú enn til staðar og er sá drifkraftur sem ýtir aðalpersónunni af stað í leitinni að ástinni en þrátt fyrir hann er bókin létt og skemmtileg,“ segir Ása Marin, höfundur bókarinnar Hittu mig í Hellisgerði, innt eftir því hvernig hugmyndin að sögunni hafi kviknað. Um er að ræða fimmtu skáldsögu Ásu Marinar en hún hefur einnig sent frá sér eina nóvellu og tvær ljóðabækur.
...