Albert Guðmundsson skoraði eitt mark og lagði annað upp eftir að hafa komið inn á sem varamaður hjá Fiorentina gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild karla í fótbolta í Flórens í gærkvöld. Fiorentina vann yfirburðasigur, 7:0, á austurríska liðinu…
Albert Guðmundsson skoraði eitt mark og lagði annað upp eftir að hafa komið inn á sem varamaður hjá Fiorentina gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild karla í fótbolta í Flórens í gærkvöld. Fiorentina vann yfirburðasigur, 7:0, á austurríska liðinu sem fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar næsta fimmtudag. Albert kom inn á eftir 60 mínútur, lagði fljótlega upp mark og skoraði síðan sjöunda mark liðsins úr vítaspyrnu undir lokin.