Kynningarplakat sýningarinnar.
Kynningarplakat sýningarinnar.

Hakk nefnist nýtt hönnunargallerí sem Brynhildur Pálsdóttir og Gunnar Már Pétursson opnuðu á Óðinsgötu 1 í gær. Fyrst til að sýna þar er hönnunartríóið Erindrekar sem sýnir fylgihluti úr æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði. Tríóið skipa vöruhönnuðirnir og æðarbændurnir Íris Indriðadóttir og Signý Jónsdóttir sem og fatahönnuðurinn og textílsérfræðingurinn Sigmundur Páll Freysteinsson. „Erindrekar leggja áherslu á vistvæna hönnun og fylgja sjálfbærum vinnubrögðum í hverju smáatriði. Teymið notast við leikgleði, notagildi og nýstárlegar leiðir til að nýta efni og auðlindir til fulls og leitast við að skapa tímalausa og ábyrga hönnun. Erindrekar voru nýverið tilnefndir til Hönnunarverðlauna Íslands.“ Sýningin stendur til 23. desember.