Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þórarinn Hjaltason
Í mars 2023 var birt hér í Morgunblaðinu grein undirritaðra sem bar titilinn „Samgöngusáttmáli í ógöngum“. Við lýstum þeirri skoðun okkar að full ástæða væri til að endurskoða sáttmála höfuðborgarsvæðisins frá grunni og vonandi bæru samgönguyfirvöld gæfu til að sameinast um einfaldar og hagkvæmar lausnir sem hrinda mætti í framkvæmd með stuttum fyrirvara.
Síðan þá hefur nýr samgöngusáttmáli litið dagsins ljós. Það voru mikil vonbrigði að hann var ekki endurskoðaður frá grunni, þrátt fyrir að samanlagður framkvæmdakostnaður hefði nær tvöfaldast að raungildi. Auk þess kom fljótlega í ljós að upphafleg tímaáætlun framkvæmda var óraunhæf, m.a. vegna gríðarlegs flækjustigs við útfærslu borgarlínunnar og tengdra framkvæmda. Undirbúningstími fyrir ýmsar stórframkvæmdir hafði einnig verið
...