Lilja Jónsdóttir fæddist 6. ágúst 1930. Hún lést 29. nóvember 2024.

Útför Lilju fór fram 12. desember 2024.

Ungur drengur situr á kolli við eldhúsborð norður í Djúpavík. Drengurinn horfir út um gluggann á gamlan bryggjustubb í lygnum firðinum. Hann færir augun aðeins ofar og sér tignarleg fjöllin norðanmegin í firðinum. Þau speglast í logninu og sólroði í himni fyrir ofan. Þvílík fegurð hugsar drengurinn sem vaknar úr dagdraumum sínum þegar hann heyrir að amma hans er að reyna ná sambandi við hann. Ha, hváir hann þegar hann heyrir ömmu sína segja aðeins hærra „vilt þú fá aðra kleinu?“ sem hann þiggur áður en amma hans lokar fötunni og gengur frá á sinn stað. Svo tekur hann bita af kleinunni og heldur áfram að drekka teið sem er heldur farið að kólna.

Á mínum yngri árum var það fastur liður

...