Stigahæstir Sherif Ali Kenney hjá Val sækir að Devon Tomas hjá Grindavík í leik liðanna í gærkvöldi. Þeir voru stigahæstir hjá liðum sínum.
Stigahæstir Sherif Ali Kenney hjá Val sækir að Devon Tomas hjá Grindavík í leik liðanna í gærkvöldi. Þeir voru stigahæstir hjá liðum sínum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Grindavík hafði betur gegn Íslandsmeisturum Vals, 97:90, í 10. umferð úrvalsdeildar karla í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Grindavík er nú með 12 stig í þriðja sæti á meðan Valur heldur kyrru fyrir í 11. og næstneðsta sæti, fallsæti, með sex stig.

Grindavík virtist eiga sigurinn vísan þegar staðan var 82:66 í fjórða leikhluta. Valur gerði hins vegar áhlaup þegar leið á leikhlutann, náði að minnka muninn tvisvar í þrjú stig en komst ekki nær en það.

Devon Tomas fór á kostum hjá Grindavík er hann skoraði 31 stig, tók sjö fráköst, gaf níu stoðsendingar og stal þremur boltum. DeAndre Kane bætti við 19 stigum og níu fráköstum.

Hjá Val var Sherif Ali Kenney stigahæstur með 21 stig. Taiwo Badmus var skammt undan með 19 stig og fimm fráköst.

Þórsarar upp um

...