Bandaríska ljóðskáldið Nikki Giovanni er látin, 81 árs. Hún var meðal helstu þátttakenda í listahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar og var þekkt fyrir verk á borð við Black Feeling, Black Talk og Those Who Ride the Night…
Ljóðskáld Nikki Giovanni var áhrifamikið skáld í bandarískri menningu.
Ljóðskáld Nikki Giovanni var áhrifamikið skáld í bandarískri menningu. — AFP/Jason Mendez

Bandaríska ljóðskáldið Nikki Giovanni er látin, 81 árs. Hún var meðal helstu þátttakenda í listahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á 7. áratug síðustu aldar og var þekkt fyrir verk á borð við Black Feeling, Black Talk og Those Who Ride the Night Winds.

Giovanni lést í upphafi vikunnar en hún hafði greinst með krabbamein í þriðja sinn, að því er vinkona hennar, rithöfundurinn Renée Watson, sagði í yfirlýsingu sem NPR birti.

Ljóðskáldið Kwame Alexander minnist Giovanni með orðunum: „Við munum vera eilíflega þakklát fyrir þann skilyrðislausa tíma sem hún gaf okkur, öllum sínum bókmenntalegu börnum um gervallan rithöfundaheiminn.“

Giovanni fæddist árið 1943 í Knoxville í Tennessee og lagði stund á ljóð í Columbia University School of the Arts. Hún gaf út sín fyrstu tvö ljóðasöfn árið 1968, Black Feeling, Black Talk

...