Jóhanna Gísladóttir
Enn á ný er aðventan undurblíð gengin í garð og býður okkur samfylgd í átt að hækkandi sól og bjartari tíð. Þetta tímabil eftirvæntingar, sem á okkar yngri árum var mælt með englamyndum eða súkkulaðimolum í dagatali, tekur breytingum eftir því sem við eldumst og er fyrir mörgum nánast á pari við jólahátíðina sjálfa. Og nú er það annað sem styttir okkur biðina en jóladagatalið forðum. Það eru hefðir og venjur sem færa hátíðleikann heim í hús, bæði þær sem hafa fylgt okkur frá uppvaxtarárum og svo aðrar sem hafa komið til okkar úr ýmsum áttum á lífsleiðinni.
Undanfarinn markar það sem koma skal
Manneskjan er merkilega vanaföst þegar kemur að hátíðarundirbúningi. Engu að síður þurfum við reglulega á lífsleiðinni að aðlaga okkur nýjum raunveruleika og fólkinu sem er okkur samferða hverju
...