Björgunarskipið Þór sem verið hefur í eigu Björgunarfélags Vestmannaeyja hefur verið selt til Björgunarsveitarinnar Kofra í Súðavík og var skipið híft um borð í varðskipið Freyju í gær sem flytur Þór til nýrra heimkynna.
Í samtali við Morgunblaðið segir Arnór Arnórsson formaður Björgunarfélagsins að Þór hafi þjónað Eyjamönnum vel í ríflega 30 ár, en hann kom til Eyja 1993.
„Þór er búinn að þjóna okkur vel og bjarga mörgum mannslífum,“ segir hann, en kveðst þó ekki hafa tölu á þeim enda skráning þar um ekki nákvæm fyrstu árin.
„Þór er búinn að vera til sölu í fáein misseri,“ segir Arnór, en á endanum fór það svo að Súðvíkingar keyptu skipið. Ekki vildi Arnór gefa upp söluverðið, en kvað báða aðila vera sæmilega sátta við viðskiptin og ánægða með að skipið nýtist
...