Heimildamyndin Draumar, konur og brauð, í leikstjórn Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur, hlaut verðlaun í flokknum Outstanding Achievment á verðlaunahátíð European Film Union sem fram fór í Glasgow í Skotlandi fyrr í þessum mánuði
Kvikmyndagerð Aðstandendur myndarinnar í Glasgow í Skotlandi.
Kvikmyndagerð Aðstandendur myndarinnar í Glasgow í Skotlandi.

Heimildamyndin Draumar, konur og brauð, í leikstjórn Sigrúnar Völu Valgeirsdóttur og Svanlaugar Jóhannsdóttur, hlaut verðlaun í flokknum Outstanding Achievment á verðlaunahátíð European Film Union sem fram fór í Glasgow í Skotlandi fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í frétt á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Myndin var einnig tilnefnd í flokki á vegum International Indie Film & Screenplay Festival fyrir bestu tónlistina. Agnar Már Magnússon semur stef og útsetur flest tónlistaratriðin, en Una Stefánsdóttir á tvö lög í myndinni og þar af annað sem er frumsamið fyrir verkið. Kvennakórinn Ljósbrá syngur einnig lag eftir Magnús Eiríksson í útsetningu kórstjórans Ingibjargar Erlingsdóttur.