„Ég er alltaf áhugasöm um þær bókmenntir þar sem horft er á veröldina með barnsaugunum,“ segir Ragnhildur Elísabet Sigfúsdóttir, safnvörður og íslenskufræðingur á Selfossi. „Núna var ég að lesa bókina Límonaði frá Díafani eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Þar segir hún með sínum hætti frá eftirminnilegum tíma sem hún átti fyrir 60 árum eða svo með foreldrum sínum sem þá dvöldu árlangt á Grikklandi. Þar var allt öðruvísi en heimahagar hennar á Seltjarnarnesi. Frásögnin er einlæg og eins og áður hleypir Elísabet lesendum sínum nálægt sér.“
Annað sem Ragnhildur tiltekur eru Dótarímur Þórarins Eldjárn og segir þær frábærar. „Við Höskuldur Bragi sonur minn, sem er níu ára, höfum átt skemmtilegar stundir og farið saman yfir rímurnar, þar sem hver og ein snýst um eitt tiltekið leikfang sem reynist upp og ofan. Þetta er
...