Myndlistarmaðurinn Bergur Nordal opnar sýninguna Late Game í Gallery Kontór, Hverfisgötu 16a, í dag, 14. desember, kl. 15. Bergur er fæddur 1995 og er þetta hans fyrsta einkasýning á Íslandi
Myndlistarmaðurinn Bergur Nordal opnar sýninguna Late Game í Gallery Kontór, Hverfisgötu 16a, í dag, 14. desember, kl. 15. Bergur er fæddur 1995 og er þetta hans fyrsta einkasýning á Íslandi. Hann lauk BA-prófi frá Listaháskóla Íslands 2019 en hélt síðan til náms við Listaakademíuna í Vínarborg og lýkur námi þar um þessar mundir.
„Fígúratífur myndheimur Bergs er einstakur þrátt fyrir augljóst akademískt handbragð. Málverkin vekja sterk viðbrögð og bera vott um áræðni listamannsins. Í fyrstu mögulega talin myrk, dularfull og jafnvel dystópísk en við frekari skoðun eru kómískir þættir fráleitt duldir,“ segir meðal annars í sýningartexta.