Hinn napri sannleikur er sá að málamiðlanir á Alþingi eru að jafnaði á kostnað almennings og í þágu fjármagnsins.
Úr ólíkum áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@ogmundur.is
Sennilega hefur Morgunblaðið ekki oft flutt áskorun af þessu tagi. Finnist einhverjum hún ekki vera við hæfi þá hefur blaðið sér tvennt til málsbóta.
Í fyrsta lagi er þetta sett fram í pistli sem hefur yfirskriftina „úr ólíkum áttum“. Og þótt þessi pistlahöfundur hafi horn í síðu kapítalismans hafa höfundar úr „hinni áttinni“ gjarnan talið þennan isma vera allra meina bót.
Í öðru lagi er á það að líta – og getur það varla talist léttvægt – að hólmgönguvopnið ætti að vera óumdeilanlegt. Það er nefnilega hvorki meira né minna en sjálft lýðræðið.
Kapítalisminn er með
...