Bragi Páll Sigurðarson er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í skáldskap sínum. Síðast fjallaði hann um mannát en nú beinir hann sjónum sínum að mannaskít. Þó að á yfirborðinu virðist hann leitast við að stuða þá er ljóst að þegar betur er að gáð leynist í skrifunum beitt samfélagsrýni
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
Bragi Páll Sigurðarson er þekktur fyrir að fara ótroðnar slóðir í skáldskap sínum. Síðast fjallaði hann um mannát en nú beinir hann sjónum sínum að mannaskít. Þó að á yfirborðinu virðist hann leitast við að stuða þá er ljóst að þegar betur er að gáð leynist í skrifunum beitt samfélagsrýni. Í nýútkominni bók sinni Næstsíðasta líf Jens Ólafssonar Olsen segir Bragi Páll frá lögfræðingi sem þjáist af alvarlegum meltingartruflunum og fer að innbyrða pillur sem innihalda mannaskít. Fyrr en varir fara aukaverkanir að láta á sér kræla og hann upplifir áður óþekkta samkennd.
Byrjaði að toga í þræði
„Ég sest ekki bara niður og hugsa: „Ókei, hvern get ég látið éta skít?“ Það eitt og sér er ekki áhugavert.
...