Vegna breytinga liðinna ára er úrelt að skilgreina framlag Íslendinga til sameiginlegra varna NATO með því einu að nefna landsvæði og varnarframkvæmdir á því.
Vettvangur
Björn Bjarnason
bjorn@bjorn.is
Mat á stöðunni í öryggis- og varnarmálum er ekki sagnfræðilegt viðfangsefni heldur brýnt úrlausnarefni líðandi stundar. Brotin fyrirheit eða ákvarðanir reistar á röngu mati geta dregið alvarlegan dilk á eftir sér.
Vegna umskiptanna í Sýrlandi sunnudaginn 8. desember, þegar harðstjóranum Bashar al-Assad var steypt af stóli, var rifjað upp að Barack Obama, þáv. Bandaríkjaforseti, hefði ef til vill getað komið í veg fyrir blóðsúthellingar undanfarinna ára í Sýrlandi.
Í ágúst 2013 skipaði Assad her sínum að beita efnavopnum, saríngasi, gegn uppreisnarmönnum sem höfðu náð einu hverfi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, á
...