Nýlega rak á fjörur mínar áhugavert bandarískt hlaðvarp, The Deck, þar sem fjallað er um óleyst morðmál og mannshvörf. Nafn hlaðvarpsins er vísun í prógramm sem lögregluyfirvöld í Connecticut settu á fót árið 2010 til þess að laða fram vísbendingar…
Málæði Best að halda mjög vel á spilunum!
Málæði Best að halda mjög vel á spilunum!

Lára Fanney Gylfadóttir

Nýlega rak á fjörur mínar áhugavert bandarískt hlaðvarp, The Deck, þar sem fjallað er um óleyst morðmál og mannshvörf.

Nafn hlaðvarpsins er vísun í prógramm sem lögregluyfirvöld í Connecticut settu á fót árið 2010 til þess að laða fram vísbendingar sem leitt gætu til þess að gömul, óupplýst sakamál og mannshvörf leystust.

Prentaðir voru spilastokkar þar sem hvert spil var prýtt mynd af fórnarlambi eða horfinni manneskju ásamt stuttri greinargerð um málsatvik. Þessir spilastokkar voru svo seldir á lágu verði í búðum fangelsanna og engir aðrir hafðir í boði. Stóluðu lögregluyfirvöld á þá staðreynd að fangar taka oft í spil til að stemma stigu við leiðindunum sem vilja fylgja langri vist í boði dómstólanna og þá er ýmislegt skrafað á meðan

...