Ruud van Nistelrooy er þekktur fyrir vel ígrundaða nálgun sína. Sem leikmaður byggði hann feril sinn upp hægt og bítandi og sem þjálfari vonast hann til að gera slíkt hið sama. Þegar Leicester City sýndi honum áhuga gaf hann sér góðan tíma til að velta fyrir sér hvað biði hans hjá félaginu í Eystri-Miðlöndunum. Hann sló á þráðinn til gamals liðsfélaga hjá Malaga, Enzo Maresca, sem var við stjórnvölinn hjá Leicester áður en hann skipti yfir í Chelsea í sumar. Hann bar félaginu vel söguna og fundurinn með forsvarsmönnum félagsins gekk líka vel.
„Ég flaug í tvígang til Lundúna til að ræða við eigandann og þau samtöl voru mjög góð,“ sagði Van Nistelrooy á blaðamannafundi þegar hann var kynntur sem nýr stjóri Leicester. „Það var mikilvægt að vera á sömu blaðsíðu. Við erum báðir mjög spenntir að hefja þetta
...