Nýuppfært merki Vopnafjarðarhrepps þykir afar vel heppnað, raunar svo mjög að Norræna skjaldarmerkjafræðifélagið, sem nefnist Societas Heraldica Scandinavica upp á latínu eins og hefðin býður, hefur valið það norræna sveitarfélagamerkið 2024
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Nýuppfært merki Vopnafjarðarhrepps þykir afar vel heppnað, raunar svo mjög að Norræna skjaldarmerkjafræðifélagið, sem nefnist Societas Heraldica Scandinavica upp á latínu eins og hefðin býður, hefur valið það norræna sveitarfélagamerkið 2024. Verðlaunin eru veitt af félaginu í því skyni að heiðra sveitarfélög sem nota merki sín með prýði. En þá er einnig litið til þess að skjaldfræðileg útfærsla merkisins sé vel heppnuð.
Skýr tenging við miðaldir
„Merki Vopnafjarðarhrepps á hrós skilið fyrir einfaldleika og skýra tengingu við sögu frá miðöldum,“ segir í tilkynningu í tengslum við útnefninguna. Þar er bent á að ný sveitarfélög hafi orðið til á Norðurlöndum á síðustu árum, ekki síst vegna samruna eldri sveitarfélaga, og að við slíkar
...