Ég hafði ekkert fylgst með þessum strákum neitt en þegar við vorum í tökum í Vestmannaeyjum sá ég hvað þeir voru vinsælir. Þeir gátu ekki labbað meira en tvo metra án þess að einhver bæði um sjálfu.
Friðrik Dór, Rúrík Gíslason, Jón Jónsson, Hr. Hnetusmjör og Aron Can leika með Söndru í Iceguys.
Friðrik Dór, Rúrík Gíslason, Jón Jónsson, Hr. Hnetusmjör og Aron Can leika með Söndru í Iceguys. — Ljósmynd/Baldur Kristjáns

Stjarna Söndru Barilli skín skært þessa dagana og lítil börn pískra og benda á hana á almannafæri. Þau allra hugrökkustu biðja um sjálfu. Sandra Gísladóttir, sem nánast óvart tók sér eftirnafnið Barilli, segir leikferil alls ekki hafa verið á dagskrá, enda unir hún sér best sem framleiðandi og stjórnandi. Í vinsælu þáttunum bregða fimmmenningarnir Jón Jónsson, Friðrik Dór, Aron Can, Hr. Hnetusmjör og Rúrik Gíslason á leik, en þeir leika meðlimi strákabandsins Iceguys í samnefndum þætti. Sandra hefur slegið í gegn sem hin skelegga og skemmtilega Mollý, umboðsmaður strákanna. Sandra, sem er menntuð í leiklist og leikhúsfræðum, fór létt með hlutverkið, enda með langa reynslu að baki sem hún gat nýtt sér. Hún segir Mollý svolítið líka sér; að minnsta kosti gangi þær í alveg eins fötum!

Talað upp úr svefni á ítölsku

Sandra er Reykjavíkurmær,

...