Stjarna Söndru Barilli skín skært þessa dagana og lítil börn pískra og benda á hana á almannafæri. Þau allra hugrökkustu biðja um sjálfu. Sandra Gísladóttir, sem nánast óvart tók sér eftirnafnið Barilli, segir leikferil alls ekki hafa verið á dagskrá, enda unir hún sér best sem framleiðandi og stjórnandi. Í vinsælu þáttunum bregða fimmmenningarnir Jón Jónsson, Friðrik Dór, Aron Can, Hr. Hnetusmjör og Rúrik Gíslason á leik, en þeir leika meðlimi strákabandsins Iceguys í samnefndum þætti. Sandra hefur slegið í gegn sem hin skelegga og skemmtilega Mollý, umboðsmaður strákanna. Sandra, sem er menntuð í leiklist og leikhúsfræðum, fór létt með hlutverkið, enda með langa reynslu að baki sem hún gat nýtt sér. Hún segir Mollý svolítið líka sér; að minnsta kosti gangi þær í alveg eins fötum!
Talað upp úr svefni á ítölsku
Sandra er Reykjavíkurmær,
...