Alissa White-Gluz veiktist alvarlega á tónleikaferð Arch Enemy í Mexíkó um daginn.
Alissa White-Gluz veiktist alvarlega á tónleikaferð Arch Enemy í Mexíkó um daginn. — AFP/Vivien Killilea

Veikindi Alissa White-Gluz, söngkona Arch Enemy, veiktist illa á tónleikaferðalagi sænska málmbandsins í Mexíkó á dögunum og missti aldrei þessu vant af giggi. Skýringin er sú að bakteríusýking, sem byrjaði í eyranu, dreifði sér hratt um líkamann. „Hefði ég ekki fengið sýklalyf lægi ég nú á spítala eða væri hreinlega dáin,“ upplýsti hún á samfélagsmiðlum. „Ég hef ekki í annan tíma orðið svona veik á ævinni. Þetta er líka mesti sársauki sem ég hef upplifað og þröskuldurinn er hár (eins og hjá flestum konum).“