Emmanuel Macron Frakklandsforseti skipaði í gær Francois Bayrou sem næsta forsætisráðherra landsins, en Bayrou er leiðtogi franska miðjuflokksins MoDem, eða Lýðræðishreyfingarinnar. MoDem er í flokkabandalagi við flokk Macrons á franska þinginu.
Bayrou bíða erfið verkefni, en hann þarf nú að mynda ríkisstjórn sem getur staðið af sér vantraust og reyna að setja fram fjárlög fyrir árið 2025, en Barnier var felldur þar sem fjárlög hans fengu ekki náð fyrir augum þingsins.
AFP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni sínum úr frönsku forsetahöllinni að Macron hefði falið Bayrou að ræða við fulltrúa allra flokka á þingi nema þá tvo sem taldir eru yst á jöðrum franskra stjórnmála, Þjóðfylkingarinnar undir forystu Marine Le Pen og vinstriflokksins LFI sem Jean-Luc Mélenchon stýrir.
Vinstriflokkurinn LFI og Græningjar
...