Bergur Felixson fæddist 14. október 1937. Hann lést 1. desember 2024.
Útför Bergs fór fram 12. desember 2024.
Einhvern tíma snemma á níunda áratugnum hringdi síminn hjá undirrituðum. Í símanum var gamall skólafélagi og samstúdent, sá sem við kveðjum hér í dag. Kvað hann þá hugmynd hafa kviknað að gamlir skólafélagar úr MA stofnuðu með sér félagsskap, sem hefði það eitt að markmiði að koma saman, njóta samverunnar, rifja upp gömul kynni o.þ.h. Við Bergur höfðum varla hist eftir að við kvöddumst að loknu stúdentsprófi 1958. Ég frétti af honum í Noregi og svo var hann allt í einu orðinn skólastjóri á Blönduósi, við minn gamla skóla! En nú var hann fluttur til höfuðborgarinnar og tekinn til við að stjórna leikskólamálum. Aðrir gera væntanlega þeim merka starfsferli skil.
Maðurinn er félagsvera
...