Ólafur Stephensen
Reimar Marteinsson, rekstrarstjóri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, skrifar ljómandi skemmtilega og afhjúpandi grein í Morgunblaðið sl. fimmtudag, í tilefni af viðtali við undirritaðan sem birtist á Stöð 2 og Vísi. Umfjöllunarefnið var þátttaka innlendra afurðastöðva í útboðum á tollkvóta til að flytja inn kjötvörur og áhrif hennar á samkeppni og verðlag. Hjá því verður ekki komizt að gera fáeinar athugasemdir við skrif Reimars.
Hvatt til samkeppnishindrana?
Í fyrsta lagi virðist Reimar ekki hafa lesið eða hlustað almennilega á viðtalið við greinarhöfund. Hann skrifar: „Telur hann [greinarhöfundur] því best að útiloka þessi fyrirtæki [afurðastöðvarnar] frá útboði og þar með minnka samkeppni við önnur fyrirtæki sem stunda innflutning (félagsmenn FA) um tollkvóta, sem eru takmörkuð gæði. Slík aðgerð
...