Meiðsli Elías Rafn Ólafsson verður frá keppni næstu vikurnar.
Meiðsli Elías Rafn Ólafsson verður frá keppni næstu vikurnar. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic

Elías Rafn Ólafsson, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu og markvörður Danmerkurmeistara Midtjylland, er með brákað bein í hendi eftir að hafa lent í árekstri við leikmann Porto í Evrópudeildinni í gærkvöld. Elías þurfti að fara af velli eftir 70 mínútna leik en Midtjylland skýrði frá því á heimasíðu sinni í gær að hann þyrfti líklega að gangast undir aðgerð vegna meiðslanna. Midtjylland er komið í jólafrí og spilar næst í Evrópudeildinni 23. janúar.