Raddbandið kemur fram á Borgarbókasafninu Spönginni í dag, 14. desember, kl. 13.15-14. „Samkvæmt dagatalinu ætla söngdívur Raddbandsins að vera búnar að græja allt fyrir jólin í tæka tíð svo jólastressið nái ekki yfirhöndinni,“ segir í tilkynningu. Raddbandið er söng- og sviðslistahópur en hann skipa söng- og leikkonurnar Auður Finnbogadóttir, Rakel Björk Björnsdóttir og Viktoría Sigurðardóttir. Sigurður Helgi leikur á píanó.