Hádegismatur fyrir hálfan bæinn og malaður ís úr vél sem selst eins og enginn sé morgundagurinn. Sú er staðan hjá Petrínu Helgadóttur á Patreksfirði sem á dögunum tók við rekstri söluskálans þar í bæ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Hádegismatur fyrir hálfan bæinn og malaður ís úr vél sem selst eins og enginn sé morgundagurinn. Sú er staðan hjá Petrínu Helgadóttur á Patreksfirði sem á dögunum tók við rekstri söluskálans þar í bæ. „Þetta var óvænt tækifæri sem bauðst. N1 var víst að leita að einhverjum til að reka afgreiðslu sína hér og svo þurfti að sjá um mötuneyti skólanna. Bæjarstjórinn hringdi í mig og spurði hvort ég vildi taka þetta tvennt, sem ég gerði eftir nokkra umhugsun,“ segir Petrína.
Sjoppan Patró ehf. heitir fyrirtækið
...