Helgi og Stína höfðu búið í Garðabænum í fjögur ár. Nú voru þau að fara að flytja til Akureyrar og höfðu tekið stóran sendibíl á leigu. Stína bakkaði honum upp að bílskúrsdyrunum og þau bjuggu sig undir að hlaða kössunum í hann. Þau sáu þá nágranna sinn koma með fullan bakka af kleinum. „Æ, er þetta ekki sætt?“ sagði Stína við mann sinn. „Þessar elskur hafa áttað sig á því að við erum búin að pakka niður eldhúsdótinu.“ Nágranninn brosti þegar hann kom nær, rétti fram höndina og sagði: „Velkomin í hverfið!“

Síminn hringdi. „Halló, er þetta sími 555 5555?“ „Já, það er rétt,“ var svarað. „Guði sé lof. Getur þú hringt í 112 fyrir mig. Ég límdi fingurinn óvart fastan á fimmuna á símanum.“

Önnum kafin viðskiptakona kom dauðþreytt á hótelið eftir erfiðan dag. Hún tékkaði sig inn og þar sem stutt var í að matsalnum yrði lokað skildi hún farangur sinn eftir í anddyrinu og fékk sér að borða. Eftir matinn

...