Liverpool vann tvöfaldan sigur í gær þegar enska úrvalsdeildin heiðraði besta leikmann og besta knattspyrnustjóra nóvembermánaðar í deildinni. Mohamed Salah var valinn besti leikmaðurinn og Arne Slot var valinn knattspyrnustjóri mánaðarins. Liverpool vann alla sína leiki í nóvember, bæði heima og í Meistaradeildinni, og Salah skoraði fjögur mörk í úrvalsdeildinni. Liðið er í efsta sætinu á báðum vígstöðvum.