„Þetta er erfiður riðill en á sama tíma mjög spennandi riðill,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við Morgunblaðið í gær eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í Zürich í Sviss.
„Það á eftir að koma í ljós hvort það verða Frakkar eða Króatar en ef ég mætti ráða þá myndi ég nú velja Króatana þó svo að við höfum mætt þeim frekar oft síðustu ár. Frakkarnir eru með gríðarlega sterkt lið og eitt besta landslið heims í dag. Króatarnir eru ekki alveg jafn góðir í dag og þeir voru þegar við vorum að mæta þeim nánast árlega.
Það er ekki langt síðan við spiluðum við Úkraínu og það er mikil eftirsjá eftir þann leik. Það verður gaman að mæta þeim aftur og fá þannig tækifæri til þess að leiðrétta þau mistök sem við gerðum í umspilinu um sæti
...