Spennusagnahöfundurinn Ragnar Jónasson er í góðum hópi þekktra höfunda á nýjum lista yfir bestu norrænu glæpasögurnar sem birtur var í Lundúnablaðinu The Standard í vikunni.
Bók Ragnars Snjóblinda þykir ein af bestu norrænu glæpasögunum sem skrifaðar hafa verið, samkvæmt umræddum lista sem tekinn var saman af bókmenntafræðingnum Saskiu Kemsley. Meðal annarra höfunda sem eiga verk á listanum eru Stieg Larsson, Jo Nesbø og Sjöwall og Wahlöö.
Í grein Kemsley í The Standard segir meðal annars að hafi einhver bókmenntagrein endurvakið trú hennar á mátt veðurlýsinga í frásögnum sé það norræna glæpasagan. Hún rekur að umrædd bókmenntagrein hafi orðið til á sjöunda áratug síðustu aldar með sögum Sjöwalls og Wahlöös en vinsældir þessara myrku bóka hafi vaxið á tíunda áratugnum og í upphafi nýrrar aldar með
...