Ævintýri á uppvaxtarárum og svaðilfarir í afskekkta firði. Siglingar milli landa á stríðsárunum þegar við öllu mátti búast. Glíma við njósnara úr breska hernum og fjölbreytt störf í sjávarplássi austur á landi
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ævintýri á uppvaxtarárum og svaðilfarir í afskekkta firði. Siglingar milli landa á stríðsárunum þegar við öllu mátti búast. Glíma við njósnara úr breska hernum og fjölbreytt störf í sjávarplássi austur á landi. Þessu og mörgu fleiru segir frá í bókinni Sögurnar hans Reynis, sem á dögunum kom út hjá Útgáfufélaginu Heimi. Þetta eru frásagnir Reynis Zoëga (1920-2016), vélstjóra og síðar skrifstofumanns á Norðfirði, sögur sem spanna næstum heila öld.
Tók tölvunni tveimur höndum og skrifaði æviminningar
„Reynir frændi, föðurbróðir minn, er skemmtilegasti maður sem ég hef kynnst um dagana,“ segir Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og útgefandi bókarinnar. Hann bjó bókina til prentunar og bætti ýmsu við handrit og punkta sem
...