Jólalistaverkamarkaður verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar til og með 20. desember. Yfir 50 listamenn taka þátt. Í tilkynningu segir að mark­að­ur­inn komi í fram­haldi af sam­þykkt menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar bæjarins um að síð­asta…
Mörg verk eru til sýnis og sölu.
Mörg verk eru til sýnis og sölu.

Jólalistaverkamarkaður verður haldinn í Listasal Mosfellsbæjar til og með 20. desember. Yfir 50 listamenn taka þátt. Í tilkynningu segir að mark­að­ur­inn komi í fram­haldi af sam­þykkt menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd­ar bæjarins um að síð­asta sýn­ing árs­ins yrði að þessu sinni lista­verka­mark­að­ur í stað hefð­bund­inn­ar sýn­ing­ar. Hug­mynd­in kom frá íbúa, þótti áhuga­verð og til þess fallin að styðja við lista­fólk í bæn­um.

„Á sýn­ing­unni má finna fjöl­breytt verk, allt frá litl­um vatns­lita­mynd­um, tex­tíl­verk­um, mál­verk­um til lampa. Gert er ráð fyr­ir að sýn­ing­in taki breyt­ing­um með­an á henni stend­ur, þeg­ar verkin á veggj­un­um fá nýja eig­end­ur og önn­ur koma í þeirra stað,“ segir jafnframt í tilkynningu. Opið verður alla virka daga kl. 9-18 og kl. 12-16 á laug­ar­dög­um. Í dag, 14. desember, er boðið upp á listamannaspjall milli kl. 14 og 15.30.