— Ljósmynd/Gígja Skjaldardóttir

Hvað ætlið þið að bjóða upp á á jólatónleikunum ykkar?

Við verðum með fjölbreyttan lagalista; allt frá íslenskum þjóðalagajólaperlum yfir í amerískar krúsidúllur og klassík. Kvöldið verður ljúft og notalegt en líka mikil stemning og stuð og oft taka tónleikagestir undir með söng. Ég lofa sannarlega jólastemningu og skemmtilegheitum á Sjálandi.

Eruð þið Bjartey mikið að koma fram?

Hljómsveitin Ylja er alltaf að, þó vinnan komi í skorpum. Það er mikill fjölbreytni í því sem við gerum, við komum fram á alls kyns viðburðum, í brúðkaupum og jarðarförum, fyrir ferðamenn og svo auðvitað á jólatónleikum. Við erum bara tvær með gítara þannig að það er auðvelt að stökkva í alls konar verkefni, oft á hinum ólíklegustu stöðum. Allt frá eldfjallagíg, íshelli og á sjó og allt þar

...