Helgi Áss Grétarsson og Marta Guðjónsdóttir
Hófleg þétting byggðar, á forsendum íbúa og atvinnulífs í viðkomandi hverfi, er stefna sem þverpólitísk sátt ætti að geta náðst um. Í stað þessa hefur vinstrimeirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur í meira en áratug gengið alltof langt með ofurþéttingu íbúðarbyggðar. Slík ofurþétting skapar margvíslegan vanda sé ekki samhliða fjárfest í innviðum á borð við gatnakerfi, stofnbrautir, lagnir, skóla, íþróttamannvirki og margvíslega þjónustu. Hér er ekki rými til að tíunda allar þær búsifjar sem ofurþéttingin veldur í grónum hverfum en sú stefna hefur bakað vandræði meðal annars á Bústaðavegi í Fossvoginum, í Vesturbænum, í Skerjafirði, nýverið í Grafarvogi og nú, þessa dagana, í hverfum Laugardalsins.
Ofurþétting við Laugardalinn
Í og við Laugardalinn hefur íbúðarbyggð verið
...