Ísland hefur farið þá leið að standa utan Evrópusambandsins (ESB) en eiga í góðu og uppbyggilegu samstarfi við bandalagið á grundvelli EES-samnings. Það hefur veitt okkur tækifæri fyrir sjálfstæða stefnumótun á sviðum eins og fiskveiði- og auðlindamálum, og efnahags- og peningamálum, ásamt því sem Ísland getur eflt tengsl við önnur svæði fyrir utan Evrópu á grundvelli fríverslunarsamninga.
Stóri kosturinn við að vera utan ESB er frelsið til að móta eigin fiskveiðistefnu. Sjávarútvegurinn er burðarás í íslensku hagkerfi, og sjálfstæði frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB gerir Íslandi kleift að stýra þessari auðlind sjálft, stjórna veiðum á sjálfbæran hátt og tryggja að sjávarafurðir skili þjóðarbúinu meiri tekjum en ella. Í dag er staðan sú að Ísland er leiðandi þjóð í sjálfbærum og arðbærum sjávarútvegi á alþjóðavísu.
Það sama á við um landbúnað, þar sem
...