TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Sólstafir ku vera helsta útflutningsafurð okkar er kemur að öfgarokki og er það vel skiljanlegt þegar horft er yfir tilkomumikinn feril þeirra. Aldrei hafa meðlimir setið með hendur í skauti þegar tónlistargyðjan er annars vegar og trylltur dans hefur verið stiginn við þá dömu lengi lengi. Ferðalagið frá helsvörtum, víkingaskotnum svartmálmi í órætt síð-þungarokk hefur verið í meira lagi magnað.
Hin helga kvöl hefst á „Hún andar“, lagi sem ber með sér kunnugleg stef. Addi tónar með löngunarfullri, kvalinni söngrödd og svo er hleypt á hlemmiskeið, eitthvað sem Sólstafir gera svo afskaplega vel. Ég dýrka þessa kafla. Brokkað áfram í grípandi, síðpönksskotnum takti sem kallar fram níunda
...