Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Þorláksmessuskatan er handan við hornið og unnendur kæstrar skötu eru komnir með árvisst bragðið í munninn. „Við erum tilbúnir með skötuna,“ segir Aron Elí Helgason, sem rekur Fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 í Reykjavík með Agli Makan. Hann bendir á að langmesta salan í skötunni sé venjulega upp úr 18. desember og fisksala sé yfirleitt góð á þessum árstíma. „Núna eru allir að vinna í því að koma sér í kjólinn fyrir jólin og það er mikil fisksala.“
Félagarnir tóku við rekstrinum síðsumars og opnuðu hverfisverslunina fyrir liðlega tveimur mánuðum, en hún hafði verið lokuð frá því í vor. „Það hefur gengið mjög vel og viðskiptavinir hafa lýst yfir ánægju með að aftur sé búið að opna fiskbúð hérna,“ segir Aron. Þeir séu farnir að þekkja
...