… vasklegur maður sýnum, jarpur á hár, munnljótur og vel að öðrum andlitssköpum.

Pistill

Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

Ég veit ekki með ykkur en mikið hefði ég verið til í að vera fluga á vegg á fundi þeirra Snorra Sturlusonar sagnaritara og skálds og sænska aðalsmannsins og lögsögumannsins Eskils Magnussonar að Skörum árið 1219. Snorri hafði þá siglt utan og var vel tekið þarna í Vestur-Gautlandi, jafnvel má gera því skóna að menn hafi borið hann á höndum sér. Hver hefði svo sem ekki gert það, hefði hann fengið meistara Snorra í heimsókn. Sem á móti hefði þá væntanlega ausið úr sagnabrunni sínum.

Góðar heimildir eru fyrir fundi, eða fundum, Snorra og Eskils, sem gjarnan er nefndur Áskell í íslenskum frásögnum. Snorri var eins og við þekkjum fróðleiksfús og notaði tækifærið til að dæla upplýsingum upp úr Eskil um sögu Svíþjóðar. Væntanlega hefur Noreg einnig borið á góma

...