Stjórnarmyndun var sögð ganga vel þó sáralítið spyrðist út um hvað semdist. Kristrún Frostadóttir kvað flest ágreiningsefni hafa verið rædd, en fór ekki nánar út í þá sálma
Bakgarðurinn í Árskógum 7 er ekki alveg eins og íbúarnir vonuðust eftir, en nýrisið pakkhúsið er þó fagurgrænt.
Bakgarðurinn í Árskógum 7 er ekki alveg eins og íbúarnir vonuðust eftir, en nýrisið pakkhúsið er þó fagurgrænt. — Morgunblaðið/Karítas

7.12.-13.12.

Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Stjórnarmyndun var sögð ganga vel þó sáralítið spyrðist út um hvað semdist. Kristrún Frostadóttir kvað flest ágreiningsefni hafa verið rædd, en fór ekki nánar út í þá sálma.

Ekki var fallist á beiðni Framsóknarflokksins um endurtalningu atkvæða í Suðvesturkjördæmi.

Þó að útgáfa hvalveiðleyfa hafi sætt pólitískri gagnrýni eru lögspekingar á einu máli um að engu breytti að starfstjórn hefði gert það, þar að baki lægi ekki pólitísk ákvörðun heldur skylduverk ráðherra. Sægur fordæma væri um það, m.a. um

...