Ein mesta nýliðun á Alþingi varð í nýafstöðnum þingkosningum þegar 33 nýir þingmenn voru kjörnir. Nýja starfið er krefjandi og því ekki úr vegi að fara yfir með hópnum hvernig skuli bera sig að í störfum þingsins.
Það gerðist í gær þegar nýliðarnir fengu sinn fyrsta kynningarfund þar sem tæpt var á ýmsum hagnýtum atriðum er varða m.a. tækjabúnað, aðgengi og starfskjör, auk annarra atriða er tengjast þingstörfum.
Hér til hliðar má sjá þá Jón Pétur Zimsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og Kristján Þórð Snæbjarnarson, þingmann Samfylkingarinnar. hmr@mbl.is