Anna Rún Frímannsdóttir
annarun@mbl.is
„Maður er lítil sál sem finnst öll vegtylla góð svo það er þakkarvert að manni sé hampað. Það er alltaf gott þegar einhver tekur eftir því sem maður er að gera. Ég er því fyrst og fremst mjög þakklátur,“ segir Helgi Hjaltalín Eyjólfsson, myndlistarmaður og handhafi Gerðarverðlaunanna sem veitt voru í fimmta sinn á laugardaginn í Gerðarsafni í Kópavogi. Eru þau til heiðurs Gerði Helgadóttur myndhöggvara og veitt listamanni fyrir ríkulegt framlag til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Áður hafa þau Rósa Gísladóttir, Þór Vigfússon, Finnbogi Pétursson og Ragna Róbertsdóttir hlotið verðlaunin.
Húmorískur undirtónn
Helgi útskrifaðist frá listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988. Að því námi loknu lá leiðin í Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1988-1991, Kunstakademie Dusseldorf 1991-1992, AKI í Hollandi
...